Okkar verkefni er fræðsla

Skerpa hóf starfsemi vorið 2016 og sérhæfir sig í stuttum námskeiðum fyrir veitingahús. Efnið er sniðið að þörfum eigenda og rekstraraðila sem vilja efla öryggi, verkþekkingu og sölustarf í veitingasal. Þekking leiðbeinenda á fagnámskeiðum kemur frá klassískri kennslu Hótel- og veitingaskóla Íslands og starfsreynslu. Fagþekking leiðbeinenda á öryggisnámskeiði byggir á viðurkenndu efni Rauða kross Íslands og víðtækri starfsreynslu á því sviði.

 

Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á vandaða kennslu og hæfa leiðbeinendur sem búa að sérþekkingu og reynslu.

Hjá Skerpu kenna framreiðslumenn framreiðslu.

Mikil þróun hefur verið á framsetningu frá klassískri nálgun að hraðari og óformlegri afgreiðslu. Það er ekki mat okkar framreiðslumanna að þessi þróun þurfi að vera á kostnað fagmennsku heldur felst hér gott tækifæri til að koma að uppbyggingu á verkkunnáttu og faglegum vinnubrögðum.

Í íslenskum framreiðslumönnum býr mikil þekking og reynsla og mikilvægt að hún sé nýtt við uppbyggingu á íslenskri ferðaþjónustu. 

 

Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að huga að því að framreiðslufagið er iðngrein og sem slíkt byggist gott verklag upp með þjálfun, leiðréttingu og leiðsögn í starfi.  Þetta er okkar áhersla í framsetningu námsefnisins sem er samspil kennslu, verklegrar þjálfunar og leiðréttingar.

             Við erum Skerpa

Skerpa er í samvinnu við Hæfnissetur ferðaþjónustunnar sem unnið hefur að kortlagningu fræðsluþarfa í ferðaþjónustu sjá nánar

María Dröfn Sigurðardóttir

María er framreiðslumeistari frá Lækjarbrekku veitingahúsi og hefur starfað í faginu í 25 ár á Islandi, Noregi og Danmörku.  María lauk Msc., í Viðskiptafræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands 2008 og býr að góðri reynslu af þjálfun, námskeiðahaldi og úttektum.

 

 

Anna María Pétursdóttir

Anna er framreiðslumeistari frá Naustinu veitingahúsi og hefur yfir 30 ára starfsreynslu í faginu. Anna situr í nemaleyfisnefnd auk þess sem hún er virk í helstu samtökum innan fagsins í dag.  Anna býr að mikilli þekkingu á vín- og barhluta efnisins.

 

Einar Örn Jónsson
Einar er starfandi sjúkraflutnings- og slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á því sviði. Einar hefur haldið mörg námskeið um árabil,  t.d. í skyndihjálp, meðferð handslökkvitækja, hópefli, persónuuppbyggingu og sjóbjörgun.  Hann er vel kunnur þörfum veitingamanna og sér um skipulag og framkvæmd öryggisnámskeiða.
Starfsréttindi:


 

 

Þorkatla Elín Sigurðardóttir

Þorkatla sér um alla hönnun og framsetningu á kynningar- og kennsluefni.  Þorkatla er grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands frá 2002 og með Bs próf í Sálfræði frá 2016. Þorkatla hefur unnið sem hönnuður um árabil fyrir fjölda fyrirtækja eins og Next, Skífuna, BT og Byko.

  • Alþjóðleg skipstjórnarréttindi

  • Atvinnu og björgunarkafari

  • Réttindi til kennslu í skyndihjálp

  • Leiðbeinandi í brunavörnum

  • Atvinnu sjúkraflutnings- og slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

.

Myndir á vefsíðu og bloggfæslum eru eign Skerpu og notkun einungis heimil í samráði við eigendur.

Skerpa námskeið  

Skerpa@outlook.com