Umræða Skerpu er birt á síðu veitingamanna

Reikninginn takk

March 12, 2018

 

 

"Ég var með allavega tvo bjóra og þessi sem er farinn var með einhverja.."  - umræða sem einhverjir þekkja af raun eða hvað?

 

Í dag er algengt að boðið sé upp á greiðslu reiknings við afgreiðsluborð (kassan). Þessi afgreiðsluaðferð hefur aukist verulega síðustu ár og telja margir hana einfaldari og villuminni afstemmingu en fyrirfram sundurliðun sem lögð er á borð gestsins.  Rafrænar greiðsluleiðir og kassakerfi krefjast einnig nýrra vinnubragða og eðlilegt að þau taki mið af bestu framkvæmt hverju sinni.

 

En hverjar eru áskoranir við þetta fyrirkomulag ? , Er það úrelt verklag að taka við greiðslu meðan gesturinn situr enn við borðið? Hvernig passar greiðsla við kassa almennt við borðaþjónustu ?

Í þessu samhengi eru tvær hliðar sem hafa má í huga: þjónustuþátturinn og öryggisþátturinn.


Þjónustuþátturinn

Greiðsla við kassa hentar vel þegar veitingar eru sýnilegar á bakka eða pöntunarmiða. Mörg kassakerfi sem notuð eru í dag miða við afhendingu eftir val á bakka, svo sem í kaffiteríum, mötuneytum eða sjálfsafgreiðslustöðvum. Slík framsetning getur verið mjög mismunandi allt frá IKEA til Subway en á það sameiginlegt að henta vel þegar vara er afhent samhliða greiðslu.

Þegar afhending og greiðsla fer ekki fram á sama tíma vandast málið og það verður til óljós skipting milli sjálfsafgreiðslu og borðaþjónustu. 

Fyrir suma sem setið hafa að snæðingi með fulla borðaþjónustu getur það verið verulega úr takt við fyrri upplifun að þurfa að standa í biðröð og telja upp hvað farið hefur ofan í viðkomandi.

Við slíka upptalningu geta hlutir svo gleymst þrátt fyrir góða trú og heimsóknin endar í því að heilindi greiðanda eru dregin í efa.

Í þeim tilfellum þegar starfsmaður hefur langa upptalniningu sem hljómar eins og munnlegt próf getur verið allur gangur á því hvar athyglin er og því misgott að treysta þeim niðurstöðum. Ekki er hægt að ljúka þessari umræðu án þess að minnast á þennan heppna sem dregur svarta pétur í lokin með það sem út af stendur á reikningnum. 

Verkefni gestsins er að njóta veitinga og samskipta við sína samferðamenn en ekki hafa yfirsýn yfir hvort allir fái þær veitingar sem þeir biðja um, hversu marga bjóra fjölskyldumeðlimir drekka eða hvort aðrir hafa staðið skil á sínum skuldum. Ef greitt er fyrir þjónustuna strax í upphafi verður slíkt ekki vandamál en öðru máli gegnir ef greiðsla fer fram eftir borðhald. Þegar viðskiptavinur er settur í þá stöðu að þurfa að leiða uppgjörs framkvæmdina er því bæði verið að trufla hann og ætlast til einhvers sem ekki er í hanns verkahring. 

 

Öryggisþátturinn

Miklar breytingar hafa orðið á síðustu árum sem snúa að tækninýjungum í greiðslulausnum.  Fyrir rúmu ári festu kortafyrirtæki pin fyrirkomulag í sessi. Pin notkun leysti undirskriftir af hólmi og setti meiri ábyrgð á korthafa. Nú er einnig hægt að greiða ákveðna fjárhæð án pins og nýjir möguleikar komnir með notkun síma í stað korts. 

Þessar lausnir opna óteljandi möguleika á misnotkun og því er það ekki lengur ásættanlegt fyrir viðskiptavini að þurfa að afhenda kortið sitt úr augsýn. Það dytti líklega fáum í hug að biðja um símann hjá gesti til að framkvæma greiðslu á öðrum stað sem er þó í raun sami hlutur og út frá öryggissjónarmiðum er því sjálfgefið að greiðsla reiknings fari fram hjá viðskiptavini. 

 

Hver er þá niðurstaðan?

Það er sjálfsagt og faglegt ef hægt er út frá kassakerfi að leggja reikninginn á borðið. Veitingastaðir ættu þó ekki að nota slíkt fyrirkomulag nema hafa færanlegan greiðslumöguleika í boði og þannig geta tekið við greiðslu við hlið viðskiptavinar og slegið út greiðslutegund á reikning í lokin.

 

það er einnig góð framsetning að bjóða viðskiptavinum að greiða við afgreiðslukassa svo framalega sem starfsmaður hefur fulla yfirsýn yfir það hvað viðskiptavinur á að greiða og hvernig reikningurinn á að skiptast. Þá er mikilvægt að þjónustustigið sé ekki fært frá borðaþjónustu yfir í sjálfsafgreiðslu sem er annað þjónustustig og breytir virði og upplifun heimsóknarinnar. Það er eðlilegt að viðskiptavinur tiltaki þá einstaklinga sem hann greiðir fyrir eða hlutfall af reikning en svo á hann að fá reikning afhentann án frekari upptalningar og hér þekkist faglegt verklag af því hversu vel þessi þjónustuhluti er í takt við aðra þjónustu.

 

Ef borðapöntun er tekin rétt niður í upphafi er slík sundurliðun aldrei vandamál. Það er alltaf gaman að sjá faglegt verklag á þessu stigi heimsóknar og mikilvægt að vanmeta ekki þennan síðasta og mikilvæga snertipunkt við gestinn.

 

 

 

 

  

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Hvers virði er íslensk þjónusta?

January 18, 2018

1/2
Please reload

Nýlegar greinar

March 12, 2018

Please reload

Birt
Please reload

Leita eftir áherslum
Please reload

    Myndir á vefsíðu og bloggfæslum eru eign Skerpu og notkun einungis heimil í samráði við eigendur.

    Skerpa námskeið  

    Skerpa@outlook.com