Umræða Skerpu er birt á síðu veitingamanna

Hvers virði er íslensk þjónusta?

January 18, 2018

 

 


 

      Mikið hefur verið skrifað um tengsl gæða og ánægju og ekki markmiðið hér að endurtaka þá umræðu sérstaklega þó þessi tengsl séu alltaf á einn eða annan hátt hluti af starfi okkar.  Vaxandi raddir heyrast innan ferðaþjónustunnar um það hvernig litla Ísland sé ekki lengur samkeppnishæft í verði og heilu markhóparnir svo ósáttir að Noregur virðist jafnvel skárri möguleiki. 

En er það svo að gengi krónunnar og verðlagning sé hin stóra ógn ferðaþjónustunnar?

 

Ef horft er til landfræðilegrar stærðar ætti verðlagning ekki að vera á nokkurn hátt áhyggjuefni.  Stóra áskorunin er að standa undir þeim væntingum sem hún skapar.  Verð er afstætt, það er virðið fyrir þann sem greiðir sem skiptir máli. 

Regluleg umræða um stórstjörnur og fjársterka aðila sem koma hingað í dýrar ferðir er í þessu samhengi góð á allan hátt. Líklega er það meira tilviljun en annað en þannig höfum við byggt  upp orðspor að hér sé eftirsóknarvert að koma þó það sé dýrt.

 

Veitingahús sem bjóða klassíska þjónustu leggja oft meiri áherslu á kennslu, iðnmenntun og fastformað verklag. Smáatriðin verða einkenni gæða og fagmennsku, stundum jafnvel svo að rekstraraðilar telja afkomuna varla standa undir metnaðarfullum markmiðum.  Ungur lífaldur og starfsmannavelta er staðreynd á vinnumarkaði í dag og skiljanlegt að fyrirtæki telji mikla vinnu við smáatriði ekki alltaf borga sig. Stundum jafnvel ekki svigrúm til að sinna þeim, já eða tilgangur, er ekki landið fullt af túristum?

 

Samkvæmt lögmálum markaðsfræðinnar er hið heilaga samræmi milli þess sem viðskiptavinur væntir og þess sem hann fær það sem skiptir máli.

Þegar viðskiptavinir heimsækja land hinna ríku og frægu koma þeir gjarnan með háar væntingar um gæði sem byggðar eru á verði og orðspori. Ef staðið er undir þeim væntingum er markmiðinu náð. Aurinn situr eftir og orðsporið nær í næsta viðskiptavin sem hefur efni á því að koma. 

 

Ef kenningum um ímyndarsköpun, þjónustugæði og væntingastjórnun er pakkað saman er niðurstaðan því nokkurn vegin þessi:  Við þurfum einfaldlega að standa okkur afburða vel því við erum að selja dýra vöru til kröfuharðra viðskiptavina. Lítið svigrúm er fyrir mistök og þar skiptir ekki máli hvort um er að ræða klassíska framsetningu veitingahúsa eða annað innan ferðaþjónustunnar.

 

Því er alltaf nauðsynlegt að vera vakandi með hvort hægt sé að gera betur og stundum liggja tækifærin jafnvel í litlum hlutum eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Hvers virði er íslensk þjónusta?

January 18, 2018

1/2
Please reload

Nýlegar greinar

March 12, 2018

Please reload

Birt
Please reload

Leita eftir áherslum
Please reload

    Myndir á vefsíðu og bloggfæslum eru eign Skerpu og notkun einungis heimil í samráði við eigendur.

    Skerpa námskeið  

    Skerpa@outlook.com