Umræða Skerpu er birt á síðu veitingamanna

Það sem íslenskir framreiðslumenn standa fyrir

December 14, 2017

     Um leið og ég býð þig velkominn á vefsíðu Skerpu vil ég nota tækifærið til að hrósa íslenskum veitingamönnum fyrir dugnað, endalausa orku og oft á tíðum snilldar hugvit í þeim aðstæðum sem nú eru á Íslandi.

Opinberir aðilar keppast við að ná tökum á aðstæðum og er umræðan ýmist blönduð áhyggjum af því hvort ferðamannafjöldinn sé að aukast eða minnka. Vissulega eru þetta góðir tímar, húsfyllir af gestum, margföld sætanýting, vín, matur og fjárhagsleg tækifæri í öllum hornum. Áskoranir eru svo einnig til staðar. Unga fólkið okkar þarf að læra og ekki síst hafa ástæðu til að standa sig vel og það gerist ekki nema stjórnendur hafi getu til að fræða og skapa aðstæður þar sem einhver ávinningur er af góðri frammistöðu.   

Veitingaiðnaðurinn hefur samhliða miklum vexti fengið góðan erlendan liðsauka. Með öllu því sterka fólki koma stefnur og straumar, venjur og hefðir sem blandast okkar.

Það er því áskorun fyrir íslenska fagmenn að aðlagast og þróast en á sama tíma standa í báðar fætur með það hverjir við erum, hvaða leikreglur við viljum halda í og sjá til þess að þær verði sýnilegar sem okkar auðkenni. 

 

Okkar danskættaða framreiðslufag hefur tekið miklum breytingum á þeim stutta tíma sem það hefur verið viðurkenndur grundvöllur íslenskrar þjónustu. Fyrir örfáum árum þegar undirrituð útskrifaðist úr Hótel- og veitingaskóla Íslands var vart hægt að kalla það veitingahús sem ekki hafði dúka á borðum, tauservíettur og starfsmenn í svörtu og hvítu. Þeir sem náðu að halda sér vakandi fyrir hádegi í fagtímum lærðu danskar kennslubækur og fataservis sem nýst hefur svo sem misvel gegnum tíðina. En við lærðum einnig verklag sem enn er grunnurinn að þeim þjónustugæðum sem iðnaðurinn kallar á í dag.

Þó klæðnaðurinn sé gallabuxur og dekkingin hnífapör í dós er ekki ástæða til að gera minni kröfur um verklag, framkomu, hreinlæti og já hvað það sem er, sem við stöndum fyrir sem fagmenn. 

 

Hver sem þú ert kæri lesandi, veitingamaður, framreiðslumaður, áhugamaður um þjónustu, mat og vín eða allt þetta, þá hvet ég þig til að tengjast umræðunni, skoða hvort námskeiðin okkar henta þínu fólki eða senda okkur áhugaverða umfjöllun sem tengist fræðslu og þjálfun. Einmitt þannig byggjum við sterka og faglega veitingamenningu og það sem við viljum kalla íslenska veitingamenningu.

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Hvers virði er íslensk þjónusta?

January 18, 2018

1/2
Please reload

Nýlegar greinar

March 12, 2018

Please reload

Birt
Please reload

Leita eftir áherslum
Please reload

    Myndir á vefsíðu og bloggfæslum eru eign Skerpu og notkun einungis heimil í samráði við eigendur.

    Skerpa námskeið  

    Skerpa@outlook.com